KVAN fyrir Grindvíkinga
Valdefling í gegnum lærdóm og leik fyrir Grindvíkinga á öllum aldri - án endurgjalds




Um verkefnið Með þér
Á næstu 10 mánuðum mun KVAN bjóða upp á námskeið, vinnustofur og viðburði fyrir ykkur, Grindvíkinga, án endurgjalds.
Markmiðið er að styrkja og efla ykkur í þeim áskorunum sem breyttar aðstæður hafa í för með sér.
Efnið byggir á margreyndum og árangursríkum aðferðum KVAN — hagnýt verkfæri sem eru kennd á skapandi og skemmtilegan hátt. Lesið meira um námskeiðin hér að neðan.
Við hjá KVAN trúum því að Grindvíkingar búi yfir þeim krafti sem þarf – Við viljum hjálpa til við að virkja þann kraft.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða Kross Íslands og í samráði við Grindavíkurbæ. Verkefnið er stutt af Rio Tinto.
Skráðu þig á námskeið hér!
Hvað er KVAN?
Í mörg ár hefur KVAN sérhæft sig í að efla sjálfstraust, samskipti og innri styrk. Við vinnum með jákvæða orku – að hjálpa fólki að finna eigin kraft og nýta hann í lífinu. Þjálfarar okkar eru fjölbreyttir en eiga það sameiginlegt að koma með reynslu, fagmennsku og góða orku inn í hvert verkefni.
Við leggjum áherslu á að skapa vönduð og skemmtileg námsferli sem styrkja fólk í daglegu lífi – hvort sem það er að byggja upp sjálfstraust, finna betra jafnvægi eða efla leiðtogafærni.
KVAN starfar með fjölbreyttum hópum:
- Fullorðnum sem vilja ná auknum krafti og blómstra í lífi og starfi.
- Ungt fólk sem fær tækifæri til að þróa hæfni sína á uppbyggjandi og skemmtilegan hátt.
Fagaðilum sem vinna með börnum og ungmennum og vilja dýpka færni sína með ráðgjöf, námskeiðum og fyrirlestrum.
Fyrirtækjum sem vilja efla stjórnendur og starfsfólk með markþjálfun, námskeiðum og sérsniðinni ráðgjöf.
Og í gegnum KVAN Travel, þar sem við sköpum einstakar ferðir fyrir fagfólk, íþróttafélög, fyrirtæki og einstaklinga sem vilja sameina ferðalög, lærdóm og lífsstíl.