Vinnuskólaþjálfun

Vinnuskólaþjálfun

Við aðstoðum vinnuskóla við þjálfun starfsfólks vinnuskólanna, leiðbeinanda, yfirleiðbeinanda og stjórnenda. Við búum yfir mikilli reynslu og sérsníðum þjálfun að þörfum hvers hóps. Hafðu samband við okkur hjá KVAN og við aðstoðum ykkur við að senda vel þjálfað starfsfólk út á vettvang.

Vinnuskólaþjálfun

Við hjá KVAN höfum í mörg ár unnið að þjálfun starfsfólks vinnuskóla vítt og breytt um landið. Við sérsníðum námskeið eftir þörfum hvers og eins vinnuskóla hvort sem um er að ræða í stuttan tíma eða lengri. Við höfum þjálfað leiðbeinendur og starfsfólk á höfuðborgarsvæðinu og mörg sveitarfélöt fyrir utan höfuðborgina hafa sent starfsfólk sitt út á vettvang með þjálfun frá KVAN í farteskinu.

Við eigum fjölda efnisþátta sem henta mismunandi hópum og metum með hverjum og einum hópi hvaða þætti brýnt er að taka fyrir hverju sinni. Hver hópur er einstakur og því teljum við miklvægt að greina þarfir eftir aldri, menningu, reynslu og vilja hvers hóps.

Fyrir hverja

Þjálfun okkar fyrir vinnuskóla henta fyrir alla þá hópa sem starfa við vinnuskóla hvers sveitarfélags, meðal annars:

• Stjórnendur
• Yfirleiðbeinendur
• Leiðbeinendur
• Ungt starfsfólk vinnuskólans

Hvað getur fólk lært

Eins og fyrr segir erum við með fjölda efnisþátta í boði og eigum auðvelt með að hanna þjálfun fyrir hvern hóp. 

Mikilvægt getur verið fyrir stjórnendur og leiðbeinendur að halda vel utan um hópinn sinn og fylgjast vel með hverjum og einum starfsmanni. Jákvæð samskipti á vinnustaðnum, leiðtogahæfni, hvernig á að skapa sterka liðsheild, ræða andlega líðan, læra leiki við hæfi úti á vettvangi, tryggja góða samvinnu og að veita hvatningu, hrós og endurgjöf við hæfi er einungis brot af þeim efnisþáttum sem vinnuskólar hafa verið að fá þjálfun í. Heyrið endilega í okkur hjá KVAN fyrir hugmyndir af efnisþáttum fyrir þinn vinnuskóla.

 

Einnig bjóðum við upp á hópefli og fjörefli  við hæfi fyrir hvern hóp og hefur það nýst einstaklega vel í að þjappa starfsmannahópum vinnuskólanna saman, hvort sem um er að ræða í upphafi starfs, á miðju tímabili eða sem lokagleði.

Verkefnið er aðlagað að hverju sveitarfélagi fyrir sig og þörfum þeirra. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar um skipulag og næstu skref.