Að tilheyra – Vinnustofa fyrir foreldra frá Grindavík
Dagsetning:
22. október 2025, 17:00 - 22. október 2025, 19:00
Staðsetning
KVAN salur, Kópavogur
Frábær vinnustofa sem hjálpar foreldrum að styðja börnin sín félagslega og andlega. Ókeypis fyrir Grindvíkinga.
Miðvikudaginn 22. október kl. 17:00-19:00
Lýsing á vinnustofunni
Aðstæður barnanna frá Grindavík geta haft í för með sér margvíslega félagslega áhættu, jafnvel yfir lengri tíma. Til dæmis sýna rannsóknir að rof á jafningjatengslum getur aukið kvíða og vanlíðan eftir áföll. Þá getur lífsánægja minnkað. Á sama tíma geta börn sýnt ótrúlega seiglu og aðlögunarhæfni. Seigla barna og lífsánægja eykst þegar þau hafa tengsl, stuðning og rödd í nýju samhengi. Það er ekki nóg að laga sprungurnar í jörðinni — við þurfum líka að huga að þeim sprungum sem myndast í okkur sjálfum og í börnunum okkar.
Á vinnustofunni færðu fræðslu og hagnýt verkfæri til að styðja börn þín í gegnum óvissu, styrkja seiglu þeirra og efla samskipti og sjálfstraust.
Þjálfari vinnustofunnar
Vanda Sigurgeirsdóttir er sérfræðingur í einelti, samskiptum og leiðtogafærni. Hún hefur starfað með börnum, foreldrum og fagfólki í yfir 30 ár og hlaut Fálkaorðuna árið 2021 fyrir störf að jafnrétti og baráttu gegn einelti.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.