Hafðu áhrif – Ungmennahópur Grindvíkinga
Dagsetning:
5. nóvember 2025, 20:00 - 5. nóvember 2025, 21:30
Staðsetning
KVAN salur, Kópavogur
Ert þú á aldrinum 16–19 ára frá Grindavík og vilt taka þátt í spennandi verkefni?
Vilt þú að rödd ungmenna í Grindavík heyrist og hafi raunveruleg áhrif á það sem er gert í og fyrir samfélagið?
Þá er þetta fyrir þig:
KVAN er að stofna nýjan ungmennahóp fyrir þau sem vilja gera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið sitt – og hafa gaman á meðan!
Við munum hittast tvisvar til þrisvar í mánuði, tengjast, skapa, læra og vinna saman að verkefnum sem snúa að jákvæðri samfélagsbreytingu. Þið mótið áttina sjálf – við hjá KVAN erum til staðar til að spyrja góðra spurninga og hjálpa ykkur að láta hugmyndirnar rætast.
👉 Fyrsti fundur er miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20:00-21:30 í KVAN-salnum, Hábraut 1a, Kópavogi.
Viltu vera með í hópi sem lætur gott af sér leiða – á sinn eigin hátt?
Skráðu þig hér að neðan 💥
Ef þú vilt vita meira, sendu línu á disa@kvan.is