Fjarnámskeið. Áskoranir í skólastarfi – Hegðun og ofbeldi nemenda

Vertu klár í áskoranir vinnudagsins

Dagsetning:

5. nóvember 2025, 15:00 - 5. nóvember 2025, 17:00

Staðsetning

KVAN, Reykjavík

Deila:
Bæta við í dagatal

Frábær opin vinnustofa sem hentar öllum aðilum sem starfa með börnum og unglingum. Vinnustofan er kennd í fjarkennslu og hentar því fagfólki hvaðanæva af landinu.

Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15:00-17:00

 

Ofbeldishegðun og hegðunarvandi er vaxandi innan skólakerfisins. Rannsóknir sýna að nemendur beita ofbeldi vegna vanlíðanar, geðrænna erfiðleika, skorts á viðeigandi bjargráðum, samskiptahæfni og fleiri þátta.

Ábyrgð starfsfólk skóla er mikil og mikilvægt að koma til móts við þarfi nemenda og hjálpa þeim að þroskast við öruggar aðstæður. Starfsumhverfi skólans er að ýmsu leyti ófullnægjandi, umræðan á samfélagsmiðlum óvægin og flókið ferli að vinna úr grófum ofbeldismálum.

Markmið vinnustofunnar er að þátttakendur öðlist færni og innsæi á bæði ofbeldishegðun nemenda og hegðunarvanda. Kynntar eru helstu leiðir sem hægt er að fara til að hjálpa nemendum. Fjallað verður um rannsóknir á viðfangsefninu, algengi, ástæður, viðbrögð, úrræði og verkfæri sem hægt er að styðjast við til að leysa þessi viðkvæmu mál.

Á þessari vinnustofa verður farið yfir stöðuna og fá þátttakendur bjargráð og verkfæri til að takast á við þær krefjandi aðstæður sem starfsfólk skólakerfisins stendur fyrir í dag. Þetta er allt í bland, fyrirlestur, umræður og vinnustofa.

Skipulag

Þetta er tveggja klukkustunda vinnustofa þann 5. nóvember frá kl. 15:00-17:00. Kennt verður í fjarkennslu svo hún hentar fagfólki einstaklega vel utan að landi. Þátttakakendur fá hlekk sendan á námskeiðið áður en námskeið hefst.

Verð

19.900 kr. á þátttakanda. Athugið að takmarkað sætaframboð er á vinnustofuna

Þjálfari vinnustofunnar

Þjálfari vinnustofunnar er Soffía Ámundadóttir. Soffía er með B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands. Ásamt því að vera grunnskólakennari er Soffía leikskólakennari, með BA gráðu í táknmálsfræðum og táknmálstúlkun. Hún er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana og diplómu í Jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Soffía hefur starfað síðustu 30 ár bæði í leik- og grunnskóla, síðast í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn með tilfinninga- og hegðunarvanda. Soffía starfar einnig á neyðarvistun Stuðla og hefur kennt námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda víða um land. Síðasta skólaár hitti Soffía um 3000 starfsmenn allra skólastiga og frístundar. Einnig hefur hún verið að hitta nemendur í unglingadeildum, foreldrafélög og þjálfara í íþróttafélögum. Soffía starfar á menntavísindsviði Háskóla Íslands og er verkefnastjóri Menntafléttunnar inn á NýMennt.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Við bjóðum skólum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
Fjarnámskeið - Áskoranir í skólastarfi - hegðun og ofbeldi nemenda
60 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 19.900 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: