Gleði og jóga – fyrir eldri borgara Grindavíkur
Jákvæð næring inn í daginn
Dagsetning:
4. nóvember 2025, 13:30 - 4. nóvember 2025, 14:30
Staðsetning
Flatahrauni 3, Hafnarfjörður
KVAN býður eldri borgurum í Grindavík upp á skemmtilega vinnustofu með Önnu Steinsen, sem lofar bæði gleði og sitjandi jóga – sem hentar öllum.
Vinnustofan verður haldin þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13:30 í Flatahrauni 3, Hafnarfirði, í tengslum við reglulegan kaffihitting Félags eldri borgara.
Það þarf ekki að skrá sig – bara mæta með bros á vör!
KVAN hyggst einnig halda aðra vinnustofu síðar í vetur, á kaffihittingi Rauða krossins í Reykjanesbæ á mánudögum kl. 14–16 (nánari dagsetning verður auglýst síðar).
Ef þú ert með hugmyndir um efni eða viðfangsefni sem væri gaman að fá frá KVAN, þá má endilega deila þeim á disa@kvan.is.
