KVAN fyrir Grindvíkinga – 20-25 ára

Valdefling í gegnum leik og lærdóm – fyrir Grindvíkinga

Dagsetning:

29. október 2025, 18:30 - 3. desember 2025, 21:30

Staðsetning

Hús Rauða Krossins í Reykjanesbæ, Reykjanesbær

Deila:
Bæta við í dagatal

Við í KVAN vitum að Grindvíkingar eru sérfræðingar í eigin lífi. Þess vegna viljum við móta námskeiðin með ykkur – ekki bara fyrir ykkur. Megnið af efninu byggir á okkar traustu og margreyndu KVAN-námskeiðum, en við leggjum jafnframt áherslu á að hlusta eftir þörfum samfélagsins og laga námskeiðin að þeim. 

Hefst 29. október. Kennt á miðvikudögum kl. 18:30-21:30

Vilt þú finna kraftinn til þess að taka næsta skref? Vilt þú fá aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur þinn í námi, starfi og/eða einkalífi? Vilt þú verða markmiðadrifin(n) og ná aukinni einbeitingu í þínum verkefnum en á sama tíma ná að njóta augnabliksins. Viltu fá aðhald við að ná markmiðum þínum? 

Fyrir hverja?
KVAN fyrir 20-25 ára er fyrir alla þá sem vilja efla hæfni og styrkleika sína til að takast á við verkefni á vinnumarkaði, í námi og/eða í einkalífi.  

Hvað get ég lært?
Hvort sem þú vilt styrkja þig í persónulega lífinu eða annarsstaðar, þá ættu allir að geta grætt eitthvað á námskeiði KVAN. Hér gefur að líta nokkra þeirra efnisþátta sem farið er í á námskeiðinu KVAN fyrir fullorðna. 

Markmiðasetning og framtíðarsýn
Við kennum þér að setja þér skýra framtíðarsýn og markmið bæði fyrir sjálfa/n þig eða þitt vinnustaðateymi. Aðferðafræðin sem við kennum eykur líkur á því að þín markmið náist og framtíðarýn þín verði að veruleika. 

Styrkleikamiðuð nálgun 
Á námskeiðinu tekur þú viðurkennt styrkleikapróf og við kennum þér að vinna út frá þínum styrkleikum bæði í starfi og einkalífi.
Rannsóknir sýna að með því að veita styrkleikum þínum og starfsmanna þinna athygli, þá sexfaldast líkurnar á því að starfsmenn verði virkari í starfi. Þú tekur styrkleikapróf og við kennum þér að lesa út úr því og yfirfæra á starf þitt. 

 Samskipti 
Við kennum þér að teikna upp samskiptakort, kortleggja þín samskipti í starfi og einkalífi.
Við kennum þér aðferðafræði sem að hjálpar þér að þróa með þér enn betri samskiptafærni með áherslu á jákvæð samskipti. 

 Leiðtogahæfni
Við kennum þér aðferðafræði jákvæðra leiðtoga og listina við að hafa áhrif á hóp fólks til þess að hjálpa þeim að ná settum markmiðum. Þetta getur til að mynda snúið að því að fá samstarfsfólk í að stefna að settu marki. Ekki síður snýr þetta að því að vera leiðtogi í eigin lífi og ná settum markmiðum þar. 

 Aðferðafræði markþjálfunar
Með markþjálfun hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að sækja þekkingu, viðhorf og eldmóð starfsmanna og nýta til góðra verka.
Við kennum þér aðferðafræði markþjálfunar og sýnum þér hvernig þú getur nýtt þér hana í þínu starfi og einkalífi. 

Hvatning og hrós 
Við kennum þér aðferðafræði sem þú getur nýtt þér til að efla hæfileika þína í hvatningu og hrósi dags daglega. 

Eftir námskeið hjá KVAN ættir þú að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust. Við þjálfum þig í að tala fyrir framan hóp af fólki og kennum þér einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu.  Við styrkjum sjálfstraustið og trú á eigin getu ásamt því að finna leiðir til að vera í meira jafnvægi sem nýtist okkur vel þegar takast þarf á við breytingar hvort sem það er á starfsvettvangi eða lífinu sjálfu. Þú getur lært að finna leið til að vera besta mögulega útgáfan af þér sjálfri/sjálfum sem nýtist þér bæði í leik og starfi. 

Skipulag
Námskeiðið er kennt sex sinnum, 3 klukkustundir í senn, einu sinni í viku.
Fyrsti tíminn hefst miðvikudaginn 29. október kl. 19:00, en næstu tímar byrja stundvíslega kl. 18:30. Námskeiðinu lýkur þriðjudaginn 3. desember. Þátttakendur fá handbók og fleiri verkfæri til að nota á námskeiðinu og við áframhaldandi vinnu. Námskeiðin fara fram í Reykjanesbæ, í húsnæði Rauða Krossins, Smiðjuvöllum 9.

Þjálfari
Þjálfari á námskeiðinu er Ingveldur Gröndal.  

Verð
Námskeiðið er í boði fyrir Grindvíkinga án endurgjalds.

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
20-25 ára Grindvíkingar
25 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: Free

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: