Skapandi skrif fyrir 10-12 ára – FULLT!

Breytum taktíkinni

Dagsetning:

1. nóvember 2025, 11:00 - 1. nóvember 2025, 13:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Fullt er á námskeiðið!

Laugardaginn 1. nóvember kl. 11:00-13:00

Skrift er grunnur að lestri og tengingin á milli þess að skrifa og lesa er órjúfanleg. KVAN í samstarfi við Þorgrím Þráinsson hefur ákveðið að bjóða upp á SKAPANDI SKRIF (skrifa sögu) fyrir krakka á miðstigi, 5., 6. og 7. bekk.

KVAN býður 20 krökkum á námskeiðið, sem fer fram laugardaginn 1. nóvember frá 11:00 til 13:00. Allir verða að mæta með línustrikuð blöð (bók), blýant og strokleður. Leiðbeinandi er Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er 10-12 ára börn (sem eru í 5., 6. eða 7. bekk grunnskólanna) sem langar að láta reyna á ímyndunaraflið, koma hugmyndum sínum á blað og hafa gaman af.

Skipulag

Námskeiðið er kennt laugardaginn 1. nóvember frá kl. 11:00 til 13:00. Námskeiðið er kennt í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi og þurfa börn einungis að mæta með línustrikuð blöð eða bók, blýant og strokleður. Léttar veitingar verða á námskeiðunu fyrir þátttakendur.

Kennari námskeiðsins

Þorgrímur Þráinsson er kennari námskeiðsins en hann hefur skrifað yfir 40 bækur, starfað við ritstörf í 32 ár og kennt skapandi skrif, bæði á námskeiðum og í grunnskólum.

Verð

Námskeiðið er í boði fyrir börn án endurgjalds.

 

Athugið að takmarkað sætaframboð er á námskeiðið svo það er um að gera að skrá sitt barn strax!

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Því miður, það eru engin laus sæti!

Skráðu þig á biðlista og við látum þig vita ef sæti losna eða við bætum við námskeiði