Skapandi skrif með Þorgrími fyrir 10-12 ára

Leggjum grunninn saman

Dagsetning:

19. nóvember 2025, 16:00 - 19. nóvember 2025, 18:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:00-18:00

Skrift er grunnur að lestri og tengingin á milli þess að skrifa og lesa er órjúfanleg. KVAN í samstarfi við Þorgrím Þráinsson hefur ákveðið að bjóða upp á SKAPANDI SKRIF (skrifa sögu) fyrir krakka á miðstigi, sem eru í 5., 6. og 7. bekk.

Námskeiðið fer fram miðvikudaginn þann 19. nóvember frá kl. 16:00 til 18:00. Allir verða að mæta með línustrikuð blöð (bók), blýant og strokleður. Leiðbeinandi er Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er 10-12 ára börn (sem eru í 5., 6. eða 7. bekk grunnskólanna) sem langar að láta reyna á ímyndunaraflið, koma hugmyndum sínum á blað og hafa gaman af.

Skipulag

Námskeiðið er kennt miðvikudaginn 19. nóvember frá kl. 16:00 til 18:00. Námskeiðið er kennt í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi og þurfa börn einungis að mæta með línustrikuð blöð eða bók, blýant og strokleður.

Kennari námskeiðsins

Þorgrímur Þráinsson er kennari námskeiðsins en hann hefur skrifað yfir 40 bækur, starfað við ritstörf í 32 ár og kennt skapandi skrif, bæði á námskeiðum og í grunnskólum.

Verð

verð fyrir námskeiðið er 9.900 kr.

 

Athugið að takmarkað sætaframboð er á námskeiðið svo það er um að gera að skrá sitt barn strax!

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
Skapandi skrif fyrir 10-12 ára
20 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 9.900 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: