Berglind er með B.Ed.próf frá Kennaraháskóla Íslands og hefur verið umsjónarkennari í yfir 20 ár. Hún er einnig með diplómu í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum og M.Ed í Tómstunda – og félagsmálafræði. Undanfarið hefur hún unnið með verkefnið Krakkar með krökkum sem er leiðtogaþjálfun og jafningjafræðsla ásamt því að hafa unnið mikið í samskiptum og forvörnum.
Berglind er mikil fótboltaáhugamanneskja, æfði mjög lengi fótbolta með ÍA og þjálfaði í mörg ár ásamt því að vinna í stjórnum innan félagsins. Hún er mikil Skagakona og elskar að búa á Akranesi. Berglind er gift og á tvær dætur og eina bónusdóttur.
Berglind er mikil hópeflis og leikja kona.
Berglind elskar að ferðast og reynir að fara víða á ferðalögum sínum.
Berglind elskar að vera í kringum fjölskyldu og vini.
