Þórdís, eða Dísa eins og hún er alltaf kölluð lauk BA námi við Kaospilot háskólann í Danmörku vorið 2025. Skólinn sameinar viðburða- og verkefnastjórnun, frumkvöðlafræði og leiðtogafærni með áherslu á samfélagsleg áhrif.
Í náminu vann hún að ýmsum fjölbreyttum verkefnum á sviði jafnréttis, menntunar, loftslagsréttlætis og samfélagsþróunar – bæði á Íslandi og erlendis. Samhliða náminu starfaði hún meðal annars hjá UN Women á Íslandi og hjá KVAN, þar sem hún hefur tekið þátt í þjálfun og námskeiðahaldi frá unglingsárum.
Í verkefnum sínum leggur hún áherslu á að takast á við flókin samfélagsleg málefni. Hún trúir því að þeir sem standa frammi fyrir áskorunum séu best til þess fallnir að finna lausnirnar sjálfir – hennar hlutverk er að styðja ferlið með lóðsun og að skapa rými þar sem ólíkar raddir fá að heyrast.
Dísa hefur sérstakan áhuga á því hvernig við skipuleggjum okkur og vinnum saman í þessum síbreytilega heimi, og leggur áherslu á að byggja upp traust, samráð og valdeflingu í þeim hópum sem hún vinnur með.
Dísa elskar að ferðast og kynnast nýjum menningarheimum og sér mikinn lærdóm í því að nálgast heiminn með forvitni og virðingu.
Dísa hefur mikinn áhuga á menningarviðburðum og tekur reglulega þátt í að skapa slíka viðburði. Hún trúir á mátt þeirra til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
Dísa er um þessar mundir í lærlingsnámi hjá John Michael Schert og teymi hans, sem vinna með Adaptive Leadership til að styðja nauðsynlegar kerfisbreytingar í samfélögum og stofnunum.
