Gunnar er tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er menntaður MPNLP (master practitioner) þerapisti/meðferðarfræðingur með áherslu á NLP, Neuro-linguistic programming (undirmeðvitunarfræði) og þerapískar aðferðir. Hann er einstaklings- og hóparáðgjafi frá Ráðgjafarskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið námi í jákvæðri sálfræði og styrkleikaþjálfun (e. coaching), ACT fagþjálfun fyrir meðferðaraðila- Acceptance And Commitment Therapy (ferlamiðuð samtalsmeðferð), auk námskeiði í tilfinningavanda og DAM-nálgun, díalektískri atferlismeðferð fyrir fagaðila hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Gunnar hefur hlotið viðamikla þjálfun og unnið síðastliðin ár með meðal annars áhugahvetjandi samtalstækni (e. motivational interviewing). Hann hefur þjálfað fólk á öllum aldri í formi ráðgjafar, fyrirlestra og námskeiða í yfir 10 ár. Hann hefur einnig starfað sem flugþjónn hjá Icelandair síðan árið 2016. Helsta áhugamál Gunnars er að efla annað fólk og að sjá aðra blómstra.

Helstu áherslur í ráðgjöf: kvíði, depurð, fullkomnunarárátta, sjálfstraust, sjálfsvirðing og samskipti. Gunnar sérhæfir sig í þjálfun og einstaklingsþjálfun með 16 ára og eldri.

Gunnar starfar einnig sem ráðgjafi hjá KVAN þar sem hann vinnur með fólki í viðtölum, svokallaðri einstaklingsþjálfun.

Gunnar hefur hlotið mikla þjálfun í samtalstækni í gegnum störf sín og nám og lagt áherslu á motivational interviewing eða áhugahvetjandi samtal.

Gunnar notar ávallt einlægni í bland við húmor til þess að ná árangri í þjálfun með fólki og hefur hann verið með mörg námskeið, þjálfað einstaklinga, haldið ótal fyrirlestra, unnið að þjálfun starfsmanna og margt fleira.

Næstu námskeið starfsmanns

28. Oct 2025

KVAN fyrir Grindvíkinga – fullorðnir
Verð: Fleiri uppl.?

SKRÁÐU ÞIG HÉR

22. Jan 2026

16-19 ára. Verkfæri fyrir lífið
Verð: Fleiri uppl.?

SKRÁÐU ÞIG HÉR