Hildigunnur Ýr starfar í sjónvarps- og kvikmyndageiranum en hún hefur mjög gaman af því að vinna með fólki og sækist í störf sem krefjast góðra mannlegra samskipta. Hún hefur mikinn áhuga á að ferðast og prófa nýja hluti og fór aðeins 11 ára gömul í fjórar vikur í alþjóðlegar sumarbúðir erlendis og aftur þegar hún var 15 ára. Samhliða stúdentsprófi frá MH fór hún í eins árs skiptinám til Sevilla á Spáni. Eftir útskriftina tók við bakpokaferðalag til Asíu þar sem heimsótt voru níu lönd á tæpum 5 mánuðum. Í framhaldinu náði hún sér í Divemaster réttindi sem eru alþjóðleg köfunarréttindi sem gera henni kleift að starfa hvar sem er í heiminum.
Hildigunnur hefur lokið The Inner Compass of Conscious Leadership sem er 3ja daga leiðtoganámskeiði kennt í Þýskalandi.
Hildigunnur æfði dans og leiklist hjá Borgarleikhúsinu og Dwc Dansstúdíó og söng í stúlknakór Reykjavíkur og tók þátt í fjölmörgum tónleikum með þeim bæði hér á landi og erlendis.
Hildigunnur hefur ferðast til fjögurra heimsálfa.
