Hjördís er með B.A. í fjölmiðlun og sjónvarspþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði M.A. nám í uppeldis- og menntunarfræðum. Í gegnum tíðina hefur Hjördís starfað sem verkefnastjóri, útsendingastjóri, kynningastjóri, dagskrárframleiðandi, markaðsstjóri, þjálfari og bæjarfulltrúi. Hún hefur setið í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar frá 2014 og er á þessu kjörtímabili einnig formaður skipulagsráðs.
Hjördís hefur mikla reynslu af þjálfun en hún hefur starfað við þjálfun ungmenna, fullorðinna og fyrirtækja í yfir 14 ár. Hjördís er gift löggu, Árna Friðleifssyni, og eiga þau samtals 5 börn, eitt barnabarn og hund.

Hjördís hefur búið í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Einnig hefur hún siglt yfir Atlantshafið á seglskútu.

Áhugamál Hjördísar eru margskonar: skógrækt í sveitinni sinni, skíði, veiði, mótorhjól og svo grípur hún í prjónaskap endrum og eins.

Hjördís hefur farið á námskeið í trjáfellingum og grisjun. Hún er hógvær en syngur við bestu tilefni í brúðkaupum.

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Kynningartækni KVAN
Ég fór með samstarfsfólki á námskeið í kynningartækni hjá KVAN. Það þurfti ég að stíga langt út fyrir þægindarammann, læra að tala um allskonar sem er óþægilegt og skemmtilegt en öðru fremur læra að tileinka mér aðferðir sem gera mér miklu auðveldara en áður að stíga fram og tjá mig fyrir hópi fólks, bæði flytja …
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Kynningartækni KVAN Read More »
Lesa meira »
Magnús Þór Helgason, þátttakandi á kynningartækni KVAN
Flutningur kynninga er hluti af starfi okkar sem tæknilegir vörustjórar á upplýsingatæknisviði hjá Arion banka. Það eru alltaf tækifæri til að læra meira og betrumbæta og okkur datt því í hug að skella okkur á þetta námskeið hjá KVAN. Við höfðum öll hrikalega gaman að námskeiðinu...
Lesa meira »