Hrafnhildur Sigurðardóttir er kennari við Sjálandsskóla í Garðabæ og hefur starfað þar frá stofnun skólans árið 2005. Hún lauk kennaraprófi frá Háskóla Íslands árið 2006 og hefur á ferli sínum sinnt fjölbreyttri kennslu, bæði sem umsjónarkennari og í útikennslu. Hún er verkefnastjóri á yngsta stigi og leiðir útinám fyrir nemendur í 1.-7.bekk. Á unglingastigi kennir hún valgreinar tengdar útivist, svo sem kajak, fjallgöngur, hellaskoðun og fjallahjól.
Hrafnhildur hefur tekið þátt í þróun útimenntunar innan skólans, haldið námskeið víða um land fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og komið að kennslu og þjálfun kennaranema við Háskóla Íslands. Hún hefur einnig tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum tengdum útinámi, leitt hópa innan skátahreyfingarinnar og Landsbjargar. Hún vinnur markvisst að samþættingu námsgreina í útinámi og leggur áherslu á að tengja nám við umhverfið og hreyfingu
Hrafnhildur hefur verið verðlaunuð fyrir sín störf og fékk íslensku menntaverðlaunin í flokknum framúrskarandi kennari fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn við kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt..
Hrafnhildur hefur miðlað þekkingu sinni með ýmsum hætti en meðal annars má finna viðtöl við hana í Mannlegaþættinum á Rás 1.
