Ólöf, oftast kölluð Olla, er sálfræðinemi við Harvard háskóla og með sterkan bakgrunn í íþróttum, fræðslu og leiðtogaþjálfun. Hún hefur starfað hjá KVAN í fjögur ár, þar af síðustu tvö sumur sem ein af aðal þjálfurunum á sumarnámskeiðum. Hún hefur einnig þjálfað á fótboltanámskeiðum fyrir börn og starfað á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.

Olla hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa verið í A-landsliðshópum. Hún spilar nú með meistaraflokki Breiðabliks og liði Harvard. Hún nýtur sín vel í leiðtogahlutverkum, leggur mikla áherslu á jákvæð samskipti og vill alltaf fá fólk til að hlæja. Olla hefur brennandi áhuga á jákvæðri sálfræði og vellíðan barna.