Sigríður Sól er með BS í viðskiptafræði frá HÍ og Diploma í IATA/UFTA frá Ferðamálaskóla Íslands. Hún hefur starfað í ferðabransanum allt sitt líf, var flugfreyja hjá Air Atlanta í Saudi Arabíu og Nigeriu og síðar hjá Icelandair og hafði starfað undanfarin 12 ár á fyrirtækjasviði Icelandair áður en hún kom til okkar í KVAN og KVAN Travel.

Sigríður Sól hefur búið erlendis stóran hluta ævinnar og þá lengst í London, New York, Barcelona og Zurich. Sú reynsla og þekking kemur sér vel sem sérfræðingur hjá KVAN Travel. Sigríður Sól er gift og á þrjú börn.

Sigríður Sól elskar hreyfingu og útivist. Hún býr við sjóinn og byrjar því oft daginn á sjósundi.

Aðaláhugamál Sigríðar Sólar eru ferðalög og ferðaðist hún í kringum hnöttinn á 10 dögum með fjölskyldu sinni í páskafríi 2017.