Soffía er með B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands. Ásamt því að vera grunnskólakennari er Soffía leikskólakennari, með BA gráðu í táknmálsfræðum og táknmálstúlku. Hún er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana. Soffía hefur starfað í 30 ár í skólum og nú síðast í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn með tilfinninga- og hegðunarvanda. Soffía starfar einnig á neyðarvistun Stuðla og hefur kennt námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda víða um land. Hún hittir þá ýmist fagfólk, unglingadeildir, foreldrahópa eða íþróttafélög.
Soffía hefur starfað mikið í heimi íþróttanna. Var formaður íþróttanefndar ríkisins, sat í stjórn afrekssjóðs ÍSÍ og setið í ýmsum nefndum fyrir knattspyrnusamband Ísland. Hún spilaði knattspyrnu í 20 ár með Val, er búin að þjálfa yngri iðkendur í Val í 30 ár og kennir þjálfurum á þjálfaranámskeiðum hjá KSÍ. Soffía er með UEFA A þjálfaragráðu og UEFA A kennaragráðu. Hún er núna í diplóma námi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ. Soffía er gift og á þrjú börn og einn yndislegan hund.
Soffía er hreyfifíkill og eru þá hlaup, fjallgöngur og Afrek í miklu uppáhaldi..
Soffía er Valsari inn að beini. Hún hefur mikla ástríðu fyrir velgegni félagsins og hefur starfað í kringum félagið frá barnsaldri.
Soffía hefur sérstakan áhuga á að sinna vinum sínum og fjölskyldu vel. Elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig og nærist best á þeirra samveru. .
