Eflum þrautseigju

Af hverju gefast sumir upp á undan öðrum? Er það skortur á sjálfsaga, sjálfstrausti eða trú á eigin getu? Hefur það eitthvað með persónuleika okkar að gera? Uppeldið hefur sannarlega mikil áhrif og hvernig lífið hefur leikið okkur. Ekki má gleyma genasamsetningunni og allri reynslu, skólagöngu, fjölskyldu, vinum og samfélaginu.

Hvað er það sem fær okkur til að ná erfiðum markmiðum, hvetur okkur áfram að vera betri manneskjur, blómstra tilfinningalega, taka jákvæðar áhættur og lifa okkar besta lífi? Þrautseigja!
Þrautseigjan á stóran þátt í velgengni fólks. Þrautseigja er ekki meðfædd en heldur manni við efnið og rekur mann áfram í átt að því að klára þau markmið sem við setjum okkur. Þeir sem búa yfir þrautseigju eiga í jákvæðari samskiptum við aðra og búa yfir góðri félagsfærni, gefa frekar en að þiggja, læra af mistökum sínum og halda áfram.

Ef við ætlum að ná markmiðum okkar, sérstaklega erfiðum markmiðum sem þarfnast þrautseigju þá er lykilatriði að byrja á því að vinna í okkar eigin hamingju, vera í góðu andlegu jafnvægi.

Þessi fyrirlestur fjallar um þrautseigju og hvernig við getum byggt upp þrautseigju hjá okkur sjálfum og okkar liði til þess að ná markmiðum, auka vellíðan og árangur.

Fyrirlesari er: Anna Guðrún Steinsen

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.