Náttúran og samfélagsmiðlar

Tilvalið erindi fyrir foreldrafélög og fagfólk þar sem fjallað um tvö stór álitamál í uppeldi og menntun barna: Náttúru og samfélagsmiðla.

Leitað er svara við ýmsum áleitnum spurningum eins og hvernig  hægt er að bregðast við þeim veruleika að allt það sem virðist  mest spennandi sé inni þar sem innstungurnar eru –  eða á samfélagsmiðlum þar sem vinirnir eru.

Dr. Jakob F. Þorsteinsson er foreldri þriggja barna, eigandi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN og aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil skoða tengsl barna og náttúru og þekkir vel að eitt  besta umhverfið til að efla alhliða þroska barna og þrautseigju er úti.

Jakob fjallar í erindi sínu um fleiri áleitnar spurningar eins og:

  1. Hvernig getum við sem foreldrar tekist á við neikvæðar hliðar skjánotkunar og samfélagsmiðla?
  2. Hvað vitum við um útiveru barna, hvers vegna förum við minna út og af hverju það er lífsnauðsynlegt að vera meira úti?
  3. Er útivistartíminn úrelt aðgerð til að mæta áskornum samtímans?
  4. Hvað vitum við um áhrif útiveru á börn?
  5. Hvað geta foreldra eða fagfólk gert til að auka útiveru barna?

Í stuttu máli verða færð rök fyrir því að við ættum að „drulla okkur meira út“ og njóta þess einfalda – og magnaða – sem náttúran hefur uppá að bjóða.

Lengd fyrirlestursins er 60 mínútur en hægt er að aðlaga lengd eftir óskum.

Næstu námskeið:

Bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti

Hefst 3. febrúar 2025, 15:00

Hefst 3. febrúar. Kennt á mánudögum frá kl. 15:00 – 17:00 Nýtt námskeið hjá KVAN fyrir fagfólk Námskeiðið er hagnýtt og er ætlað til að bregast við ákalli kennara og annars fagfólks í skólum. Áhersla er á verkfæri til að bæta bekkjarstjórnun og þar með líðan, námsárangur og bekkjaranda, ásamt skýrum verkferlum í öllum samskiptum …

Bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti Read More »

SKRÁÐU ÞIG HÉR