Fjörefli
Við sérsníðum dagskrá þar sem lögð er áhersla á skemmtun, gleði og að skapa jákvæðar minningar. Fjörefli getur falist í leikjum, heimsókn á vinnustaði með kynningu á afmörkuð viðfangsefni, smærri viðburðum og öðru sem léttir starfsandann í amstri dagsins eða sem liður í námskeiði eða árshátíð.
KVAN leggur áherslu á aðreiningu á fjörefli og hópefli. Í fjörefli er áhersla lögð á skemmtun, gleði og að skapa jákvæðar minningar. Í hópefli er unnið markvisst með ákveðna þætti sem styrkja hópinn, efla liðsanda og samvinnu.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.