Hjálp – ég er með útikennslu!
Leitað verður í smiðju Juliet Robertson sem skrifað bókina Dirty teaching: A Beginner’s Guide to Learning Outdoors um góð ráð hvað er mikilvægt að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd útináms. Reynt verður að nálgast viðfangsefnið út frá hvernig við getum stutt okkur sjálf og samstarfsfólk okkar í að bæta meiri útveru inn í líf barna – og vonandi líka inn í líf okkar sjálfra.
Fyrirlesari er Dr. Jakob F. Þorsteinsson. Jakob er foreldri þriggja barna, eigandi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN og aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil skoða tengsl barna og náttúru og þekkir vel að eitt besta umhverfið til að efla alhliða þroska barna og þrautseigju er úti.
Lengd fyrirlestursins er 60 mínútur en hægt er að aðlaga lengd eftir óskum.