Liðsheildarnámskeið KVAN

Á liðsheildarnámskeiði KVAN veitum verkfæri sem nýtast í starfi og öllum þeim áskorunum sem hópurinn er að takast á við. Þjálfunin fer fram í fyrirlestrum, með aðferðafræði markþjálfunar og ýmsum æfingum bæði innadyar og úti.

Áhersla er lögð á styrkleika, jafningjasambönd, leiðtogahæfni, starfsanda og menningu.

Fyrir hverja
Liðsheildarnámskeið KVAN er fyrir fyrirtæki,stofnanir, íþróttafélög og aðra hópa sem vilja taka sína liðsheild á næsta sig og búa til menningu innan síns hóps sem einkennist af trausti, samheldni, jákvæðni og hugrekki til athafna.

Efnistök námskeiðsins

Þú sem liðsmaður, styrkleikamiðuð nálgun
Rannsóknir sýna að með því kenna starfsmönnum að veita styrkleikum sínum athygli ásamt því að veita styrkleikum samstarfsmanna sinna athygli þá sexfaldast líkurnar á því að starfsmenn öflugir liðsmenn. Þáttakedur taka styrkleikapróf og við kennum þeim að lesa út úr því. Við notum viðurkenndar aðferðir við að þjálfa starfsmenn í að nýta styrkleika sína til að ná árangri í samskiptum innan síns hóps, og á sama tíma að læra inná skuggahliðar styrkleikanna sem geta haft neikvæð áhrif á samskipti og frammistöðu. 

Jafningjasambönd, jákvæðir leiðtogar og liðsheild
Ótal rannsóknir sýna fram á mikilvægi jafningjasambanda í hópum. Við kennum þátttakendum að kortleggja jafningjasambönd í sínum hóp og búum til aðgerðaráætlun til að leiðrétta þá hluti sem þarf að vinna í.

Fimm brestir liðsheildar og traust innan hópa
Ótal rannsóknir sýna fram á mikilvægi jafningjasambanda í hópum. Við kennum þátttakendum að kortleggja jafningjasambönd í sínum hóp og búum til aðgerðaráætlun til að leiðrétta þá hluti sem þarf að vinna í.

Menning og starfsandi
Hver er menningin í þínum hóp? Hvernig myndaðist hún? Við kennum þátttakendum aðferðarfræði CircleCoach sem hægt er að nýta til þess að fá hópinn þinn til þess að greina lykilhegðanir í daglegu starfi, hegðanir sem ýta undir og endurspegla svo þá menningu sem þátttakendur vilja hafa í sínum hóp.

Hópefli
Hópefli er kraftmikil og dýnamískt aðferð til að styrkja hópa, einstaklinga og efla samvinnu. Það byggist á því að kynnast hópnum sem unnið er með, skapa grunn fyrir heiðarlegt samtal og vinna með æfingar og verkefni sem styðja við jákvæða þróun hópsins. Við nýtum aðstæður, æfingar og leiki til að kynnast og grina hópa, vinna með samspil milli einstaklinga, hlutverk þeirra ofl.

Hvatning og hrós
Við kennum þátttakendum aðferðarfræði sem þeir nýta sér til að efla hæfileika sína í hvatningu og hrósi dags daglega til að styðja við jákvæða menningu innan hópsins.

Skipulag
Námskeiðið er kennt í 4 skipti, þrjár klukkustundir í senn.

Þjálfari námskeiðsins
Þjálfari leiðtogaþjálfunar KVAN er Jón Halldórsson en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu og mjög mikla reynslu á leiðtogaþjálfun og hefur þjálfað ótal stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja og stofnana.

Verð
Fer eftir stærð hópa, vinsamlega hafið samband við okkur og fáið fast verð í ykkar hóp.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.