Emma er stúdent úr Verslunarskóla Íslands af viðskipta-og hagfræðibraut. Hún hefur starfað á námskeiðum hjá KVAN í fjögur ár og síðustu tvö ár hefur hún verið einn af aðalþjálfurum á sumarnámskeiðum okkar. Emma er einnig stuðningsfulltrúi í 8.bekk í Klettaskóla og hefur starfað þar í tæp tvö ár en Emma hefur einnig starfað á leikskóla og á leikjanámskeiðum.
Emma nær einstaklega vel til ungra krakka og passar mikið upp á að allir hafi gaman og vilji mæta aftur. Emma er mikil íþróttakona og er áhugamál hennar fóbolti og spilar hún með meistaraflokki Víkings.
Emma er mikil íþróttamanneskja og varð hún og meistaraflokkur Víkings Bikarmeistarar í fótbolta kvenna árið 2023.