Þórhildur er með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.T. gráðu í menntunarfræði leikskóla frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið lengi með fólki á öllum aldri, m.a. sem sérkennari og deildarstjóri í leikskóla, sem foringi og forstöðukona í sumarbúðum KFUM og KFUK, í búsetukjarna fyrir fólk með geðfötlun og sem sjálfboðaliði í athvarfi fyrir konur með vímuefnavanda. Í dag vinnur Þórhildur sem aðstoðarleikskólastjóri í Heiðarborg í Reykjavík.
Þórhildur er fædd og uppalin í Reykjavík og býr þar enn en bjó í Brighton í eitt ár þegar hún var tvítug.
Þórhildur er með grunnpróf á píanó og framhaldspróf í listdansi.
Þórhildur elskar að ferðast og upplifa nýja staði og fór m.a. í þriggja vikna ferð til Eþíópíu árið 2014.
Þórhildur hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu almennt en í dag æfir hún með Hlaupahóp Víkings.