Náttúran sem kennslustofa framtíðarinnar
Fjallað er um hvað við vitum um útiveru barna, hvers vegna förum við minna út og um áhrif útiveru á börn. Velt er upp álitamálum í þessu samhengi eins og öryggismálum og hvort að „útivistartíminn“ sé úrelt aðgerð til að mæta áskorunum samtímans.
Fyrirlesari er Dr. Jakob F. Þorsteinsson. Jakob er foreldri þriggja barna, eigandi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN og aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil skoða tengsl barna og náttúru og þekkir vel að eitt besta umhverfið til að efla alhliða þroska barna og þrautseigju er úti.
Lengd fyrirlestursins er 60 mínútur en hægt er að aðlaga lengd eftir óskum.