Samanburður, íþróttir og átröskun
Hvernig það er að vera partur af krefjandi keppnisumhverfi og að vera á sama tíma í baráttu við átröskunarsjúkdóminn?
Agnar Smári er rúmlega þrítugur handknattleiksmaður og er margfaldur Íslands og bikarmeistari í handknattleik með liðum Vals og ÍBV. Á miðjum keppnisferli hans fór átröskun að þróast hjá honum. Í þessum fyrirlestri fer Agnar Smári yfir það hvaða áhrif þetta hafði á hann andlega sem og líkamlega, hvernig tengsl hans við matarræði, líkamsímynd og frammistöðu í íþróttinni hafði áhrif á hans daglega líf.
Agnar Smári fer svo yfir hvernig hann hefur smá saman náð bata og byggt upp heilbrigðara samband við mat, líkama og íþróttina.
Skilaboðin í þessum fyrirlestri eru sterk fyrir ungt fólk sem er að öllu jöfnu í krefjandi umhverfi samtímans þar sem að samanburður í samfélaginu getur haft mikil áhrif á líðan einstaklinga. Skilaboðin eru einnig að fá einstaklinga til að tala opinskátt um sína líða til að stuðla að jákvæðari líkamsímynd og betri menningu innan hinna ýmsu hópa sem ungt fólk tilheyrir.