
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Kynningartækni KVAN
Ég fór með samstarfsfólki á námskeið í kynningartækni hjá KVAN. Það þurfti ég að stíga langt út fyrir þægindarammann, læra að tala um allskonar sem er óþægilegt og skemmtilegt en öðru fremur læra að tileinka mér aðferðir sem gera mér miklu auðveldara en áður að stíga fram og tjá mig fyrir hópi fólks, bæði flytja ávarp og segja skoðun mína.
Mæli eindregið með námskeiðinu fyrir öll, bæði þau sem halda að þau kunni að koma fram og hin sem eru óvanari en vilja gera það.
Bestu kveðjur,
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Skinfaxa