Kolbrún, sölustjóri Frjálsrar Fjölmiðlunar
Við fengum Önnu Steinsen hjá KVAN til að koma til okkar og vera með vinnustofu fyrir söludeildina. Anna kom inn með nálgun sem fékk hópinn til að opna sig, sjá skýrar hvert hópurinn vildi stefna saman og finna drifkraftinn sem þurfti til þess. Þessu náði hún fram á mjög jákvæðan hátt og vorum við öll sammála um að þetta voru ekki bara uppbyggjandi fundir heldur líka mjög ánægjulegir. Hópurinn er einbeittari eftir þessa vinnu, með skýrari markmið og samstilltari í að ná þeim.
Við þökkum KVAN og Önnu Steinsen innilega fyrir vinnu sína með okkur sem mun hjálpa okkur í að ná enn betri árangri hér á deildinni.
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir Sölustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar ehf.