Hegðunarvandi og ofbeldi nemenda
KVAN bíður upp á fyrirlestur fyrir unglingastig grunnskóla um hegðun og ofbeldi unglinga.
Við höfum öll orðið vitni af ofbeldi- og hegðunarvanda einhvern tímann á ævinni. Við viljum tala saman um þetta samfélagsmál sem hefur mikil áhrif á alla í skólum landsins. Hegðunarvandi og ofbeldi nemenda er vaxandi vandi innan skólakerfisins. Vandi sem er vanmetinn og mikilvægt er að bjóða unglingadeildum grunnskóla fræðslu um efnið. Mikil aukning hefur verið á ofbeldi og hegðunarvanda nemenda og alvarlegri birtingarmyndir þess í skólum landsins.
Mikilvægt er að vinna forvarnarstarf í þessu málefni sem hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Markmið fyrirlestrarins er að kynna fyrir nemendum uppbyggjandi leiðir sem hægt er að fara, í stað þess að beita ofbeldi eða sýna hegðunarvanda. Með forvörnum eflum við heilbrigð samskipti og hegðun frekar en að bíða og bregðast við eftir á. Árangursríkasta forvörnin er að taka samtalið og leita allra ráða til að koma unglingum í skilning um alvarleika þessa samfélagslega vandamáls. Með fræðslu er hægt að styrkja og efla nemendur unglingadeilda til að bera ábyrgð á eigin hegðun og auka þekkingu þeirra og skilning á viðfangsefninu.
Fyrirlesturinn er góð forvörn fyrir unglingastigin sem geta svo dýpkað efnið með t.d. þemavinnu.
Fyrirlesari er Soffía Ámundadóttir. Soffía hefur mikla reynslu af starfi unglinga með hegðunarvanda. Soffía starfaði í áratug í Brúarskóla (skóla fyrir nemendur með tilfinninga- og hegðunarvanda) og starfar núna á Stuðlum, meðferðaheimili ríkisins. Hér fjallar hún um hegðunarvanda, ofbeldi, birtingarmyndir, áhrif á skólaumhverfið, fréttaflutning og lausnir. Fyrirlesturinn byggir á fræðum og reynslu fyrirlesara.
Lengd fyrirlestrarins: 60 mínútur
Fyrir bókanir er hægt að hafa samband í gegnum netfangið kvan@kvan.is eða í gegnum síma 519 3040.
Hugrún Ylfa Ágústsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er svo mikill orkubolti og það er svo gaman að hlusta á hann. Hann er líka svo hlýr og með góða nærveru. Ég elska húmorinn hans og hvað hann er góður í að gleðja aðra. Gunnar er greinilega í rétta starfinu.
Lesa meira »Katla Pétursdóttir 16-19 ára námskeið KVAN
Gunnar er ótrúlega yfirvegaður í krefjandi aðstæðum, mjög skemmtilegur og fyndinn þjálfari. Hann nær svo svakalega vel til fólks og þeirra sem hann vinnur með. Gunnar á ótrúlega...
Lesa meira »Embla Líf Hallsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég er ótrúlega þakklát að hafa farið á KVAN námskeiðið þar sem ég lærði svo ótrúlega mikið! Ég fann styrkleika mína, lærði að setja mér markið, kynntist frábæru fólki sem kenndi mér svo margt og margt fleira...
Lesa meira »Katla Pétursdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er ótrúlega yfirvegaður í krefjandi aðstæðum, mjög skemmtilegur og fyndinn þjálfari. Hann nær svo svakalega vel til fólks og þeirra sem hann vinnur með. Gunnar á ótrúlega...
Lesa meira »Steinunn Glóey Höskuldsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er frábær þjálfari í alla staði. Hann nær að lesa aðstæður og persónuleika hvers og eins á frábæran hátt. Gunnar á auðvelt með að sjá styrkleika fólks og hrósar af mikilli einlægni
Lesa meira »