Bekkjarkvöld undir berum himni

Bekkjarkvöld undir berum himni

Bekkjarkvöld undir berum himni er hugsað sem útivistar-bekkjarkvöld fyrir hvaða grunnskólaaldur sem er. Notast er við umhverfi þess skóla sem bókað er fyrir. Kvöldið er skipulagt í samráði við hópinn. Í boði er að fara saman í núvitundargöngu sem ýta undir jákvæða hugsun, útileiki sem stuðla að uppbyggjandi hópefli og skemmtun. Bekkjarkvöldið endar á notalegri stund við varðeld þar sem eldað er saman undir berum himni. Hægt væri að koma tálgun inn í bekkjarkvöldið og hópnum skipt í stöðvar, allt gert í samkomulagi og takt við hvern hóp hverju sinni. Ef söngfugl er að finna í hópnum er tilvalið að hafa með gítar og taka nokkur lög saman við eldinn.

Kvan útvegar efnivið (t.d. útigrill, eldivið, grillprjóna og naslið sem eldað er) Hægt er að velja á milli þess að grilla saman s’mores (súkkulaðikex-sykurpúða samlokur), snúbrauð með fyllingu, bananasplitt, grilla pylsur eða poppa popp. Að vetri til þegar nóg er af snjó þá er hægt að búa til ís og virkja alla nemendur með því að undirbúa eldunina eins og með því að t.d. Vefja brauðið upp á prik,skera súkkulaði og ávexti með ísnum.

Lengd bekkjarkvöldsins fer eftir samkomulagi hverju sinni.

Fyrir hverja

Tillvalið er fyrir foreldrafélög og kennara að bóka bekkjarkvöld undir berum himni. Einnig er hægt að bóka það sem eftirminnilegt hópefli á t.d. starfsdegi fyrir hóp af ungmennum og/eða fullorðnu fólki.

Verð

Fer eftir efnivið lengd og fjölda hverju sinni.

Önnur námskeið sem við erum með í útivistarflokki eru meðal annars:
Útinám í skólastarfi
Útileiðbeinandi í sumarstarfi
Út að leika!

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.