Jafningjafræðsla fyrir sveitarfélög

Jafningjafræðsla er áhrifarík leið til að styrkja ungmenni í sveitarfélögum með því að skapa vettvang þar sem þau geta miðlað þekkingu, reynslu og stuðningi sín á milli. Verkefnið byggir á því að þjálfa valin ungmenni í leiðtogafærni og fræðsluáherslum, svo þau geti tekið virkan þátt í að efla félagslega vitund og vellíðan í sínum samfélögum. Innan raða okkar hjá KVAN er mikil reynsla jafningjafræðslu. Hvort sem um ræðir framkvæmdastjórn, þjálfun verðandi jafningjafræðara eða áralöng reynsla í jafningjafræðslu þá höfum við verkfærin og reynsluna til að setja faglegt og áhrifaríkt verkefni saman með sveitarfélögum.

Jafningjafræðsla er aðferðafræði þar sem einstaklingar, oft ungmenni, miðla þekkingu, reynslu og stuðningi sín á milli sem jafningjar. Hún byggist á þeirri hugmynd að fólk á svipuðum aldri eða með svipaða reynslu geti haft meiri áhrif á hvert annað en ef upplýsingarnar kæmu frá yfirvaldi eða kennara. Jafningjafræðsla hefur reynst árangursrík í að ná til ungs fólks á þeirra eigin forsendum og styrkja þau til að taka ábyrgð í samfélaginu. Hún er einnig öflug leið til að skapa tengsl, minnka einangrun og efla jákvæða sjálfsmynd.

Markmið verkefnisins eru meðal annars:

  1. Efla sjálfstraust og leiðtogahæfni ungs fólks.
  2. Skapa vettvang fyrir opin og virðingarrík samskipti meðal jafningja.
  3. Stuðla að aukinni sjálfsstyrkingu og félagslegri ábyrgð.
  4. Fjalla um mikilvæg málefni sem tengjast ungmennum, svo sem geðheilsu, forvörnum og samfélagsvirkni.

Skipulag námskeiðs:

  • Þjálfun jafningjaleiðtoga: Þátttakendur fá sérsniðna þjálfun í samskiptatækni, hópstjórn og fræðsluaðferðum.
  • Fræðsla og efni: Verkefnið býður upp á fjölbreytt efni sem snýr að geðheilbrigði, sjálfsmynd, samskiptum og félagslegri ábyrgð. Efnið er unnið í samstarfi við sérfræðinga og tekur mið af þörfum sveitarfélagsins.
  • Verklegar æfingar: Þátttakendur læra að leiða hópa, halda utan um hópa og veita stuðning til jafningja með virðingu og skilning í fyrirrúmi.
  • Framkvæmd fræðslu: Að þjálfun lokinni leiða ungmennin sjálf fræðslu fyrir jafningja sína í þeirra nærumhverfi, í vinnuskólum, inn í skólum, félagsmiðstöðvum eða öðrum vettvangi ungs fólks í sveitarfélaginu.

Ávinningur sveitarfélaga:

  • Efling ungmennastarfs og jákvæð samfélagsleg áhrif.
  • Sterkari félagsleg tengsl meðal ungmenna.
  • Aukin vitund og stuðningur við mikilvæg málefni eins og geðheilsu, einelti og virðingu í samskiptum.
  • Virkara og sjálfbærara ungmennastarf sem byggir á þátttöku og frumkvæði þeirra sjálfra.

Verkefnið er aðlagað að hverju sveitarfélagi fyrir sig og þörfum þeirra. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar um skipulag og næstu skref.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.