Út að leika!

Það getur verið erfitt fyrir nokkra krakka eða foreldra að koma af stað útileikjum.

Við hjá KVAN höfum því búið til verkefni sem við köllum Út að leika. Það felst í því að reynslumiklir leikjaþjálfarar frá KVAN mæta á ákveðnum stað og stund í hverfið og koma af stað leikjum. Við sjáum fyrir okkur að koma þrisvar sinnum í heimsókn og vinnum á þeim tíma markvisst að því að krakkarnir sjálf séu þá komin í útistuð og haldi áfram að hittast.

Önnur námskeið sem við erum með í útivistarflokki eru meðal annars:
Útinám í skólastarfi
Útileiðbeinandi í sumarstarfi
Útivistarpepp

Við hvetjum foreldrafélög eða skóla að hafa samband við okkur og panta leikjaþjálfara KVAN! Vinsamlegast hafðu samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.