Útileiðbeinandi í sumarstarfi

Útivera er snar þáttur í sumarstarfi fyrir börn. Á námskeiðinu er fjallað um þau ríkulega tækifæri sem eru til að styrkja þátt útiveru og náttúrunnar á sumarnámskeiðum fyrir börn, og hvað starfsmenn þurfa að hafa í huga. Námskeiðið er kennt í 3 klukkustundir.

Áherslur og innihald námskeiðsins:

Fyrirlestur um gildi útiveru og hlutverk starfsmanna 

Leikir á lóðinni

  • Fjallað um hvernig má nýta lóðina í leikjum og hvernig á að stýra stórum hópu úti.

Öryggismál 

  • Fjalla um hvað þarf að hafa í huga þegar ferðast er með börn í strætó, umferð og þegar dvalið er á útivistarsvæðum við leiki.

Tækifæri

    • Greina þá möguleika sem eru nærumhverfinu og gera áætlanir hvað er hægt að gera í sumar.

Kennari:
Kennari á námskeiðinu er Jakob Frímann Þorsteinsson auk aðstoðar starfsmanna KVAN

Verð:
21.000 kr. á þátttakanda

Hægt er að óska eftir tilboði fyrir stærri hópa.

Önnur námskeið sem við erum með í útivistarflokki eru meðal annars:
Útinám í skólastarfi
Útivistarpepp
Út að leika!

Einnig getum við komið út á land og sniðið námskeiðið að þörfum hvers staðar. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.