Útinám í skólastarfi

Á námskeiðinu Útinám í skólastarfi er fjallað um kennslufræðilegan grunn útináms og kynntar hagnýtar leiðir sem nýta má í skólastarfi fyrir börn og unglinga. Námskeiðið er kennt þrisvar sinnum í þrjá tíma í senn.

Áherslur námskeiðsins:

Útikennsla á skólalóðinni – 3 klst

  • Við kynnum hagnýtar leiðir til að færa kennsluna út. Kennslan fer að mestu fram úti á skólalóð og nágrenni Sjálandsskóla.

Útivist í skólastarfi – 3 klst

  • Við förum saman í hjóla- eða hellaferð. Rýnum í það með hvaða hætti við getum nýtt útivist í skólastarfi.

Útieldun og kennslufræðilegar forsendur útináms – 3 klst

  • Við ætlum að elda saman úti. Kynntar og prófaðar nokkrar aðferði við að nýta útieldun í skólastarfi. Samhliða útieldun þá munum við kynna kennslufræðilegar forsendur útináms og fjöllum um markmið og ávinning þess.

Kennarar:
Kennarar á námskeiðinu er Jakob Frímann Þorsteinsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir

Verð:
69.000 kr. á mann

Hægt er að óska eftir tilboði fyrir stærri hópa.

Önnur námskeið sem við erum með í útivistarflokki eru meðal annars:
Útileiðbeinandi í sumarstarfi
Útivistarpepp
Út að leika!

Einnig getum við komið út á land og sniðið námskeiðið að þörfum hvers staðar. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.